SensiPlus inniheldur sérstaka næringu fyrir viðkvæma hunda.
SensiPlus er sérstaklega þróað fyrir hunda með viðkvæman meltingarveg. Önd er helsti próteingjafinn, hrísgrjón sem kolvetnisgjafi en er án notkunar á korni sem inniheldur glútein.
SensiPlus fæst í tveimur pakkastærðum: 900 g og 12,5 kg.
Balance er vel jafnvægisstillt fóður frá Josera með minni fitu og minna af próteini.
Balance er sérstaklega þróað fyrir eldri hunda og hunda með minni orkuþörf. Með passlegri skammtastærð af Balance getur hundurinn þinn lagt örlítið af. Minna af próteini gerir Balance auðmeltanlegra og minnkar einnig álagið á lifur og nýru.
Balance fæst í tveimur pakkastærðum: 900 g og 15 kg.
Kids fóðrið frá Josera tryggir fullkomna næringu á vaxtaskeiðinu.
Kids fóðrið er hin fullkomna næring fyrir unga hunda og grunnurinn að heilbrigðum og frískum fullvaxta hundi. Það er sérstaklega þróað fyrir uppeldi á meðalstórum og stórum tegundum frá 8 vikna aldri.
Kids fæst í pakkastærðunum: 900 g og 15 kg.